„Var náttúrulega bara geggjað“

Íslenskir keppendur voru sigursælir á Evrópumótinu í crossfit sem haldið var á dögunum í Danmörku. Í liðakeppni sigraði CrossFitSport úr Kópavoginum sem er skipað þremur liðsmönnum beggja kynja. Sigurinn segja þau hafa komið skemmtilega á óvart og tilfinningin við sigurinn hafi verið „geggjuð“.

Á þriðja hundrað lið hófu keppni en 30 lið tóku þátt í úrslitakeppninni sem fór fram í Ballerup-íþróttahöllinni skammt utan við Kaupmannahöfn. 

Liðið skipa þau Þuríður Erla Helga­dótt­ir, Fríða Dröfn Amm­endrup, Ing­unn Lúðvíks­dótt­ir, Davíð Björns­son, Daði Hrafn Svein­bjarn­ar­son og James William Gould­en. mbl.is kíkti í Sporthúsið í Kópavogi þegar þau voru enn hás eftir sigurinn.

Crossfitdrottningin Annie Mist Þórisdóttir var líka sigursæl en hún varð Evr­ópu­meist­ari í ein­stak­lingskeppni kvenna og Björk Óðins­dótt­ir, sem keppti fyr­ir sænska cross­fitstöð, hafnaði í öðru sæti. Þá hafnaði Björg­vin Karl Guðmunds­son í þriðja sæti í karla­flokki en hann keppn­ir fyr­ir Cross­Fit Heng­ill í Hvera­gerði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert