„Ég er bara mjög hissa á þessu“

Lárentsínus Kristjánsson, verjandi Steinþórs Gunnarssonar, fv. forstöðumanns verðbréfamiðlunar, í héraðsdómi …
Lárentsínus Kristjánsson, verjandi Steinþórs Gunnarssonar, fv. forstöðumanns verðbréfamiðlunar, í héraðsdómi í dag. Steinþór er fyrir aftan að lesa dóminn. mbl.is/Ómar

„Ég er bara mjög hissa á þessu,“ sagði Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi for­stöðumaður verðbréfamiðlun­ar Landsbankans, þegar dómur yfir honum hafði verið kveðinn upp. Beindi hann orðum sínum til dómara málsins. Steinþór var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af voru sex mánuðir bundnir skilorði.

Í ákæru­liðum III og IV í málinu voru Sig­ur­jón og Steinþór ákærðir fyr­ir markaðsmis­notk­un við sölu á hlut­um í bank­an­um til Imon og Aza­lea 3. októ­ber 2008. Í báðum til­vik­um var ekki búið að ganga frá fjár­mögn­un kaup­anna en viðskipt­in voru engu að síður til­kynnt til Kaup­hall­ar­inn­ar sama dag. Sam­kvæmt því sem kem­ur fram í ákær­unni þá var það Sig­ur­jón sem tók ákvörðun um viðskipt­in en Steinþór til­kynnti þau.

Sigurjón var sýknaður á sínum þætti í málinu en Steinþór dæmdur. Dómurinn hefur ekki verið birtur og því er ekki ljóst á hvaða forsendum sakfelling er byggð.

Saksóknari fór fram á ekki minna en fjögurra ára fangelsi í málinu. Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari, sagði niðurstöðuna ekki í takt við það sem lagt var upp með. Farið verði yfir forsendur dómsins áður en ákveðið verði með áfrýjun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert