Mótmælandinn farinn úr Hval 8

Frá Reykjavíkurhöfn í kvöld.
Frá Reykjavíkurhöfn í kvöld. mbl.is/Una Sighvatsdóttir

Þýskur ferðamaður, sem kom sér fyrir á útsýnispalli hvalveiðiskipsins Hvals 8 í Reykjavíkurhöfn, til þess að mótmæla veiðum Íslendinga á langreyði virðist hafa yfirgefið skipið. Það má sjá á mynd sem blaðamaður mbl.is tók af skipinu í kvöld.

Maðurinn er meðlimur í samtökunum Hard to Port og sendu þau yfirlýsingu frá sér í dag þar sem kom fram að þau hefðu hertekið skipið og ætluðu að halda því í að minnsta kosti þrjá sólarhringa. Einnig kom fram að samtökin vonuðu að mótmælin fengju athygli víða um heim. Fram kom hins vegar í kvöldfréttum Stöðvar 2 að starfsmenn Hvals hf. sem gerir út hvalveiðiskipið hafi lítið skipt sér af manninum.

Frétt mbl.is: Segjast hafa hertekið Hval 8

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert