Íslendingur handtekinn í Taílandi

Taílenska lögreglan
Taílenska lögreglan Wikipedia

Íslendingur var handtekinn í Taílandi í gær fyrir að vera með fíkniefni í fórum sínum. Hann var handtekinn ásamt tveimur öðrum í íbúðahúsi í suðurhluta borgarinnar Pattaya.

Frá þessu er greint á vef Pattaya One.

Lögreglan réðist inn í íbúð taílensks manns í húsinu og handtók fyrir vörslu á metamfetamíni. Þegar þeir voru á leið út með manninn mættu þeir Íslendingnum sem talinn var líta grunsamlega út og leitað var á honum í kjölfarið þar sem metamfetamín fannst einnig á honum.

Báðir mennirnir bentu á hver fíkniefnasali þeirra væri og var annar þeirra látinn hafa samband við hann og panta fíkniefni. Þegar hann mætti á svæðið beið lögreglan og handtók manninn í kjölfarið.

Mennirnir þrír eru nú vistaðir í fangageymslum og hafa verið ákærðir fyrir fíkniefnabrot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka