Upplýsingar í dómi Hæstaréttar rangar?

Birkir Kristinsson í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Birkir Kristinsson í Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Þórður

Starfsmaður slitastjórnar Glitnis hefur staðfest við lögmann Birkis Kristinssonar að félagið BK-44 hafi aðeins fengið peningamarkaðslán að fjárhæð 3.8 milljarða króna í nóvember 2007 en ekki einnig rúmlega 17 milljarða króna lán skömmu síðar, eins og segir í nýlegum dómi Hæstaréttar.

„Staðfesti að samkvæmt bókum Glitnis er eina lán Glitnis til BK-44 ehf., kt. 620200-2120, á árinu 2007 umrætt peningamarkaðslán, upprunalega að fjárhæð 3.797.340.000 kr.,“ segir í staðfestingu starfsmanns slitastjórnar Glitnis.

Þetta gengur í berhögg við það sem kemur fram í nýlegum dómi Hæstaréttar. Í honum var staðfest að dóm­kvadd­ir mats­menn í máli Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins gegn Glitni banka fái upp­lýs­ing­ar um nærri níu­tíu millj­arða króna lán­veit­ing­ar til nokk­urra fé­laga á síðari hluta árs­ins 2007 og fyrri hluta árs 2008. Í flest­um til­vik­um voru lán­in notuð til að kaupa hluti í Glitni, með veði í bréf­un­um.

Í dómi Hæstaréttar segir að 17,1 millj­arða króna lán hafi verið veitt fé­lag­inu BK-44 í nóv­em­ber eða des­em­ber 2007 til kaupa á hlut­um í Glitni. Önnur lán­veit­ing til fé­lags­ins BK-44 var til um­fjöll­un­ar í BK-44-mál­inu svo­nefnda. Beðið er dóms í því máli

Lögmaður Birkis sendi dómara málsins í BK-44-málinu og verjendum annarra tölvubréf þess efnis að rangar upplýsingar kæmu fram í dómi Hæstaréttar. Með tölvubréfinu fylgdi staðfesting slitastjórnar Glitnis á því að eina lánið sem BK-44 fékk frá Glitni á þessu tímabili sé það sem var  til umfjöllunnar í umræddu máli.

Samkvæmt því sem komið hefur fram stangast upplýsingar Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins sem Hæstiréttur tók trúanlegar á við upplýsingar frá lögmanni BK-44 og staðfestingu starfsmanns slitastjórnar Glitnis.

Frétt mbl.is: Fá upplýsingar um gríðarhá lán

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert