Rannsókn á líkamsárás langt á veg komin

mbl.is/Eggert

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á líkamsárás sem átti sér stað við Selbrekku í Kópavogi er langt á veg komin að sögn Gunnars Rúnars Sveinbjörnssonar, kynningarfulltrúa lögreglunnar. Í málinu fannst karlmaður liggja í blóði sínu fyrir utan hús í götunni að morgni 30. maí sl.

Maður sem er grunaður um árásina var handtekinn og úrskurður til að sæta gæsluvarðhaldi og einangrun til 6. júní sl. Ekki var farið fram á áframhaldandi gæsluvarðahald. 

Talið er mögulegt að fleiri tengist árásinni og hefur lögreglan leitað nú að meintum sam­verka­manni árás­ar­manns­ins til að yf­ir­heyra hann. Telur lögregla að tveir eða fleiri menn hafi ráðist á manninn, en þeir eru sakaðir um grófa atlögu gegn manninum sem hlaut mikil sár á höfði. 

Árásin átti að valda miklum skaða

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert