Áfrýjað í „shaken baby“-máli

Dómtúlkur og Scott James Carcary.
Dómtúlkur og Scott James Carcary. mbl.is

Fimm ára dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir breskum manni á 28. aldursári hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa orðið fimm mánaða gam­alli dótt­ur sinni að bana hinn 17. mars 2013 og auk fangelsisrefsingar var honum gert að greiða móður barnsins þrjár milljónir króna í bætur.

Scott James Carcary var ákærður fyr­ir stór­fellda lík­ams­árás með því að hrista dótt­ur sína svo harka­lega að hún hlaut blæðingu í heila sem leiddi til dauða henn­ar. Ítar­lega var fjallað um aðalmeðferð máls­ins á mbl.is og má finna um­fjöll­un­ina hér.

Á lista Hæstaréttar yfir áfrýjuð mál má sjá mál ríkissaksóknara gegn Carcary og er því ljóst að lokaorðið í málinu mun rétturinn eiga. Carcary neitaði ávallt sök í málinu en ríkissaksóknari fór fram á ekki minna en átta ára fangelsi yfir honum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka