Álfakirkjan verður færð

Kletturinn nefnist Ófeigskirkja.
Kletturinn nefnist Ófeigskirkja. mbl.is/RAX

Álfakirkja sem stendur í vegstæði nýs Álftanesvegar í Garðahrauni verður flutt á allra næstu dögum.

Kirkjan fær nýjan stað nálægt þéttri álfabyggð í hrauninu og eru flutningarnir gerðir í sátt og samlyndi við álfana sem þar búa.

Að sögn Ragnhildar Jónsdóttur álfasérfræðings eru álfarnir þegar farnir að undirbúa flutningana og flytja innan úr kirkjunni. Ragnhildur barðist fyrir friðun kirkjunnar og segir Íslenska aðalverktaka, sem leggja veginn, hafa sýnt klettinum virðingu og gert sitt til að bjarga honum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert