Í morgun fannst undir gólffjölum útvarpshússins í Efstaleiti hluti af efni sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, faldi er sjónvarpið var flutt af Laugavegi.
Í frétt um málið á vef RÚV segir að miklar breytingar standi nú yfir í útvarpshúsinu. Hafi iðnaðarmönnum brugðið í brún þegar undir gólffjölum fundust staflar af skjölum.
Í frétt RÚV er rifjað upp að Sigmundur Davíð, sem vann hjá Sjónvarpinu árið 2000, hafi sagt frá því í viðtali við DV árið 2012 að hann hefði reynt að bjarga verðmætum og minjum við flutning Sjónvarpsins í Efstaleitið. Hann hefði falið þessi verðmæti í húsinu.
Sjá ýtarlega frétt RÚV um málið.