Hross í oss „ógleymanleg“

Ingvar E. Sigurðsson í eftirminnilegu atriði í kvikmyndinni Hross í …
Ingvar E. Sigurðsson í eftirminnilegu atriði í kvikmyndinni Hross í oss. mbl.is

Gagnrýnandi The Telegraph segir kvikmyndina Hross í oss, eftir Benedikt Erlingsson, ógleymanlega. Hann gefur henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Það sama gerir gagnrýnandi Financial Times,  þar fær myndin einnig fjórar stjörnur. 

Gagnrýnandi Telegraph, Robbie Colli,n er heillaður af myndinni, kvikmyndatökunni og hinu fræga íslenska landslagi sem hann segir kunnuglegt eftir að hafa verið notað í stórmyndum á borð við Noah og Prometheus og sjónvarpsþáttunum Game of Thrones.

„Þessar íslensku sögur um menn og tengsl þeirra við hesta er sérkennilega tælandi,“ segir hann m.a. í dómi sínum.

Nigel Andrews, gagnrýnandi Financial Times, segir að myndin sé snjöll, fyndin og átakanleg í senn. Hann segir að leikstjórinn Benedikt sannfæri áhorfendur að lokum um að villta vestrið sé enn til í hinu nýja og villta norðri.

Sjá dóminn í Telegraph í heild hér.

Sjá dóminn í Financial Times í heild hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka