„Skýrsla saksóknara hvítþvottur“

Umsátursástand - Sævar Rafn Jónasson lést af hendi Lögreglu 2. …
Umsátursástand - Sævar Rafn Jónasson lést af hendi Lögreglu 2. desember. Ríkissaksóknari fann ekkert refsivert við háttalag lögreglu. Rósa Braga

„Mér finnst þessi skýrsla vera hvítþvott­ur af fálm­kennd­um viðbrögðum lög­regl­unn­ar við aðstæðum sem hún réði ekki við. Þeir vissu ekki hver þessi maður var fyrr en und­ir það síðasta. Lög­regl­an hefði átt að gefa sér meiri tíma í að yf­ir­buga mann­inn,“ sagði Gunn­ar Kr. Jónas­son bróðir Sæv­ars Rafns Jónas­son­ar sem féll fyr­ir hendi lög­reglu í skotárás í Hraun­bæ að morgni 2. des­em­ber, í sam­tali við mbl.is.

Eins og áður hef­ur verið greint frá hef­ur rann­sókn rík­is­sak­sókn­ara ekki sýnt fram á refsi­verða hátt­semi lög­reglu­manna við störf þegar umsát­urs­ástand skapaðist í Hraun­bæ í Árbæ­.

Gunn­ar seg­ir at­b­urðarás­in í Árbæ vera hræðilega fyr­ir fjöl­skyld­una, sam­fé­lagið allt og ekki síst lög­regl­una. „Ég skil ekki af hverju það kem­ur eng­inn punkt­ur í þess­ari skýrslu um að lög­regl­an þurfi að kíkja inn­ávið. Aug­ljós­lega brást hún rangt við. Maður hefði haldið að inn­an­rík­is­ráðherra hefði at­hugað mál lög­regl­unn­ar í kjöl­farið.“

„Þurfti ekki að fara svona“

Sjálf­ur seg­ist Gunn­ar þeirr­ar skoðunar að mál­inu hafi verið klúðrað. Lög­regl­an hafi ekki einu sinni vitað hver maður­inn væri eða hvað hann héti þegar hann var skot­inn.

„Þeir voru bún­ir að dæla inn gaseitri sem hefði dugað til að svæfa heilt svína­bú. Þeir ruku inn og hann lagðist útaf. Ég veit ekki í hvaða ástandi þessi lög­regla var en Þeir voru þegar bún­ir að koma öll­um í skjól sem voru í ná­gren­inu þegar þeir fóru inn. Hætt­an af Sæv­ari var ekki til­tak­an­leg nema fyr­ir þá sjálfa. Engu að síður fara þeir í ein­hvern bófa­leik til að yf­ir­buga hann, sem er full­kom­lega fá­rán­legt. Þeir hefðu átt að bíða,“ seg­ir Gunn­ar.

„Ég held að lög­regl­an og sér­sveit­in hafi aldrei gert ráð fyr­ir því að lenda í þess­um aðstæðum. Þeir voru alls ekki und­ir þetta bún­ir og kunnu ekki til verka. Þetta þurfti ekki að fara svona, það hefði runnið af Sæv­ari og hann hefði ein­hvern tím­an klárað skot­in.“

Von­andi ein­hver lær­dóm­ur dreg­inn

Gunn­ar seg­ist sjálf­ur hafa von­ast til þess upp­haf­lega að málið gæti orðið til þess að vekja upp umræðu og aðgerðir til breyt­inga á geðheil­brigðis­kerf­inu, „sem virðist vera þannig að ein­stak­ling­ar eru bara sett­ir út til al­menn­ings þangað til þeir gera eitt­hvað af sér.“

Bróðir hans hafði glímt við geðsjúk­dóma og þvælst milli stofn­ana frá ung­lings­aldri. „Sæv­ar hefði átt að vera inni á ör­ygg­is­gæslu. Hann var hættu­leg­ur sjálf­um sér og öðrum. Hann átti ekki að vera meðal fólks,“ seg­ir Gunn­ar og gagn­rýn­ir yf­ir­völd fyr­ir gá­leysi í máli Sæv­ars. 

„Bíðum þangað til að barnið fell­ur í brunn­inn en við skul­um ekki byrgja brunn­inn. Svo setj­um við skilti við brunn­inn sem seg­ir að þetta sé hættu­leg­ur brunn­ur og fleiri og fleiri detta of­aní hann,“ seg­ir Gunn­ar til að lýsa sinni sýn á hugs­un­ar­hátt­inn. Hann tel­ur vanta meiri mann­gæsku í kerfið.

Gunn­ar seg­ir von­andi að ein­hver lær­dóm­ur verði dreg­in af máli bróður hans, þótt sér virðist svo ekki vera. „Það hef­ur ekk­ert gerst. Skila­boðin sem mig lang­ar að senda eru að stjórn­völd þurfi að gera eitt­hvað í mál­um þess­ara ein­stak­linga sem eiga svona erfitt og eru svona veik­ir. Það þarf að bregðast við. Það er svo erfitt að þegja á svona mál­um og bíða þangað til að þau end­ur­taki sig. Þetta er hóp­ur fólks sem get­ur ekki staðið fyr­ir kröf­um og þess vegna er það í hönd­um okk­ar, sam­fé­lags­ins, að berj­ast fyr­ir rétt­ind­um þeirra,“ seg­ir Gunn­ar.

„Ekk­ert hef­ur komið frá heil­brigðisráðuneyt­inu, eng­ar yf­ir­lýs­ing­ar um að það eigi að vinna í þess­um mál­um. Þeir horfa bara á excel-skjöl­in.“

Nágrenni íbúðarinnar í Hraunbæ var fínkembt af lögreglunemum eftir að …
Ná­grenni íbúðar­inn­ar í Hraun­bæ var fín­kembt af lög­reglu­nem­um eft­ir að umsátr­inu lauk. mbl.is/​Júlí­us
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert