Fóru um borð og fiktuðu í búnaði

Þrír unglingsdrengir fóru inn í Sæbjörgu, skólaskip Slysavarnafélags Íslands.
Þrír unglingsdrengir fóru inn í Sæbjörgu, skólaskip Slysavarnafélags Íslands.

Að minnsta kosti fimm unglingsdrengir fóru um borð í skipið Sæbjörg, skólaskip Slysavarnaskóla sjómanna, hinn 7. júní sl.

Fiktuðu þeir meðal annars í björgunarbúnaði skipsins, vörpuðu fyrir borð hlutum sem notaðir eru við æfingar og reyndu að komast inn í skipið. Þá klifruðu þeir upp á annan skorstein skipsins og einn þeirra fór af stað upp afturmastrið. 

Þetta kemur fram á facebooksíðu skólans en þar eru einnig birtar myndir úr eftirlitsmyndavélum sem náðust af drengjunum í skipinu. „Ef þið þekkið til þessara drengja, vinsamlegast látið foreldra þeirra vita hvaða iðju þeir stunda niðri á höfn,“ segir í færslu á síðunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert