Gnarr! kynnt í New York

Jón Gnarr ræðst nú í bókaútgáfu vestanhafs
Jón Gnarr ræðst nú í bókaútgáfu vestanhafs Af vef The Strand

Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, rithöfundur og grínisti, mun á morgun kynna nýja bók sína í New York. Bókin nefnist Gnarr!: How I Became the Mayor of a Large City in Iceland and Changed the World, eða Gnarr!: Hvernig ég varð borgarstjóri í stórri borg á Íslandi og breytti heiminum. Hún verður gefin út í Bandaríkjunum 24. júní en gestum á kynningunni á morgun mun gefast kostur á að eignast áritað eintak dögum fyrir útgáfu.

Í bókinni fjallar Jón um stofnun Besta flokksins árið 2009, það hvernig grínframboð stofnað í ádeiluskyni stóð uppi sem sigurvegari í borgarstjórnarkosningum og lýsir hann sýn sinni á upplýstari pólitík í framtíðinni, eins og kemur fram á vef Melville House, sem gefur út bókina.

Á kynningarviðburðinum, í bókaversluninni The Strand, les Jón úr bók sinni og ræðir við Hamilton Nolan, en sá skrifar fyrir veftímaritið Gawker.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert