Ráðherrar funda í Eyjum

Frá Vestmannaeyjum.
Frá Vestmannaeyjum. mbl.is/Sigurður Bogi

Sum­ar­fund­ur ráðherra EFTA-ríkj­anna verður hald­inn í Vest­manna­eyj­um dag­ana 22.-24. júní næst­kom­andi í boði Gunn­ars Braga Sveins­son­ar ut­an­rík­is­ráðherra. Auk hans sækja fund­inn þau Aurelia Frick, ut­an­rík­is­ráðherra Liechtent­stein, Johann Schnei­der-Amm­ann, efna­hags­málaráðherra Sviss, og Monika Mæ­land, viðskipta- og iðnaðarráðherra Nor­egs.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu. Á fund­in­um verður rætt um frek­ari þróun fríversl­un­ar­nets EFTA ríkj­anna en samn­ing­ar eru nú í gildi við nærri 70 ríki en EFTA-rík­in eiga nú m.a. í viðræðum við Ind­land og Víet­nam. Einnig munu ráðherr­arn­ir ræða yf­ir­stand­andi fríversl­un­ar­viðræður ESB og Banda­ríkj­anna og mögu­leg áhrif þeirra á EFTA rík­in auk vænt­an­legra viðræðna um upp­færslu gild­andi samn­inga við Kan­ada og Tyrk­land.  

Í tengsl­um við fund­inn í Vest­manna­eyj­um verður und­ir­rituð sam­starfs­yf­ir­lýs­ing við Fil­ipps­eyj­ar en slík yf­ir­lýs­ing er gjarn­an und­an­fari þess að form­leg­ar viðræður um fríversl­un­ar­samn­ing hefj­ist.

Auk fríversl­un­ar­mála verða mál­efni er snerta sam­starf ríkj­anna við ESB rædd, þ.á.m. rekst­ur EES samn­ings­ins.

Þá munu ráðherr­arn­ir eiga fundi með þing­manna­nefnd EFTA og ráðgjafa­nefnd EFTA. Ráðherra­fund­ur EFTA mun fara fram í Fram­halds­skól­an­um í Vest­manna­eyj­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert