„Varð ekki að viljalausu verkfæri“

Ingibjörg Pálmadóttir.
Ingibjörg Pálmadóttir.

„Jón Ásgeir eins og aðrir eiginmenn hefur skoðanir á því sem ég geri, sem ég hlusta stundum á. Ég er hins vegar eldri, reyndari og betur menntuð en hann og margir aðrir,“ segir Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, eiginkona athafnamannsins Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.

Ingibjörg birtir pistil á vef Kvennablaðsins þar sem hún gagnrýnir að „íslenskir fjölmiðlakarlmenn“ hringi í Jón Ásgeir en ekki hana þegar kemur að hennar eigin viðskiptum. „Ég er að íhuga hvort fyrirtækið mitt eigi að kaupa fasteign í miðbænum. Viðskiptablaðið fær veður af því og ákveður að hringja í eiginmann minn. [...] Þegar fjallað er um fyrirtæki í minni eigu er yfirleitt látið liggja að því að ég sé eitthvert eggjunarfífl Jóns Ásgeirs, eiginmanns míns.“

Hún segist ekki vera hliðarsjálf eiginmanns síns. Hún hafi verið alin upp í Hagkaup af föður sínum, verslunarmanninum, og snemma farið sjálf í eigin rekstur. „Ég varð ekki að viljalausu verkfæri þegar ég gifti mig tæplega fimmtug.“

Pistill Ingibjargar

Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir.
Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert