Hafa samþykkt að kaupa íbúðirnar

Öldrunarmiðstöðin Höfn.
Öldrunarmiðstöðin Höfn. mbl.is/Golli

Samþykki allra 67 íbúa öldrunarmiðstöðvarinnar Hafnar í Hafnarfirði um að kaupa íbúðir sem þeir búa í af henni liggur fyrir. Með því verður miðstöðinni forðað frá gjaldþroti. Þetta staðfesti Gylfi Sigurðsson, stjórnarformaður Hafnar, í samtali við Ríkisútvarpið í dag.

Fram kemur í fréttinni að frestur íbúanna til að svara því hvort þeir samþykktu kaupin hafi runnið út í gær. Upphaflegahafi verið gert ráð fyrir að íbúarnir þyrftu að reiða fram samtals um 151 milljón króna. Eftir að ákveðið hafi hins vegar verið að Hafnarfjarðarbær keypti matsalinn og eldhúsið og leysti til sín hluta af sameign hafi upphæðin lækkað í  97 milljónir króna. Hver íbúi þurfi að greiða allt að tvær og hálfa milljón króna.

Ennfremur er haft eftir Gylfa að næsta mál sé að ganga frá kaupsamningum á milli Hafnar og íbúðarréttarhafa. Öldrunarmiðstöðin verði síðan gerð upp og húsfélag skipað fulltrúum íbúðarrétthafa taki við. Því ferli verið væntanlega lokið í lok ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert