Hafa samþykkt að kaupa íbúðirnar

Öldrunarmiðstöðin Höfn.
Öldrunarmiðstöðin Höfn. mbl.is/Golli

Samþykki allra 67 íbúa öldrun­ar­miðstöðvar­inn­ar Hafn­ar í Hafnar­f­irði um að kaupa íbúðir sem þeir búa í af henni ligg­ur fyr­ir. Með því verður miðstöðinni forðað frá gjaldþroti. Þetta staðfesti Gylfi Sig­urðsson, stjórn­ar­formaður Hafn­ar, í sam­tali við Rík­is­út­varpið í dag.

Fram kem­ur í frétt­inni að frest­ur íbú­anna til að svara því hvort þeir samþykktu kaup­in hafi runnið út í gær. Upp­haf­lega­hafi verið gert ráð fyr­ir að íbú­arn­ir þyrftu að reiða fram sam­tals um 151 millj­ón króna. Eft­ir að ákveðið hafi hins veg­ar verið að Hafn­ar­fjarðarbær keypti mat­sal­inn og eld­húsið og leysti til sín hluta af sam­eign hafi upp­hæðin lækkað í  97 millj­ón­ir króna. Hver íbúi þurfi að greiða allt að tvær og hálfa millj­ón króna.

Enn­frem­ur er haft eft­ir Gylfa að næsta mál sé að ganga frá kaup­samn­ing­um á milli Hafn­ar og íbúðarrétt­ar­hafa. Öldrun­ar­miðstöðin verði síðan gerð upp og hús­fé­lag skipað full­trú­um íbúðarrétt­hafa taki við. Því ferli verið vænt­an­lega lokið í lok ág­úst.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert