Reisa hótel á Höfðatorgi

Hótel rís á Höfðatorgi. Mynd tekin 16. maí 2014
Hótel rís á Höfðatorgi. Mynd tekin 16. maí 2014 Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Framkvæmdir hefjast senn við tæplega hundrað herbergja hótel í Þórunnartúni við Höfðatorg í Reykjavík. Húsið verður endurnýjað en smáhýsi á bak við það hafa verið rifin. Fjögurra hæða viðbygging fyrir hótelið verður reist í þeirra stað.

Magnús Einarsson, einn eigenda, segir ætlunina að opna hefðbundið borgarhótel sem er vel staðsett og í göngufæri við miðborg Reykjavíkur. Áætlaður kostnaður við verkefnið er á annan milljarð króna.

Hinum megin við götuna er verið að reisa 16 hæða hótelturn þar sem verða 342 herbergi. Alls verða 420-440 herbergi í hótelunum tveimur.

Magnús kemur að verkefninu sem forsvarsmaður eigenda og byggingaraðila hússins. Þeir munu eiga fasteignina og verður gerður leigusamningur við rekstraraðila hótelsins um afnot af byggingunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert