Von um að réttlætið sé í sjónmáli

„Ég held ennþá dauðahaldi í smá von­ar­neista um það að stjórn­völd sjái ljósið,“ seg­ir Erla Bolla­dótt­ir sem mun fara fram á end­urupp­töku Guðmund­ar- og Geirfinns­mála við end­urupp­töku­nefnd í næstu viku. Hún  vill að dóm­stól­ar sýni fram á sak­leysi henn­ar.

„Þegar málið er komið á þenn­an stað og það er vöknuð raun­veru­leg von um að rétt­lætið sé í sjón­máli þá koma auðvitað upp ýms­ar til­finn­ing­ar sem ég hef reynt að halda aft­ur af í gegn­um alla þessa ára­tugi,“ seg­ir Erla í sam­tali við mbl.is

Ragn­ar Aðal­steins­son, lögmaður Erlu, seg­ir að end­urupp­töku­beiðnin verði lögð fyr­ir end­urupp­töku­nefnd í næstu viku. Nefnd­in muni síðan senda beiðnina ásamt gögn­um til rík­is­sak­sókn­ara sem þurfi að taka af­stöðu til þess hvort hann mæli með end­urupp­taka verði veitt.

Veiga­mikl­ar ástæður fyr­ir end­urupp­töku

Erla bend­ir á að skýrsla starfs­hóps um Guðmund­ar- og Geirfinns­málið, sem var kynnt í mars 2013, sé á meðal þeirra gagna sem verða lögð til grund­vall­ar end­urupp­töku­beiðninni. Þar kom fram, að að það væri hafið yfir all­an skyn­sam­leg­an vafa að framb­urður allra þeirra sem hlutu dóm í mál­inu hefði verið óáreiðan­leg­ur eða falsk­ur. Veiga­mikl­ar ástæður væru fyr­ir end­urupp­töku.

Starfs­hóp­ur­inn sagði þrjár leiðir mögu­leg­ar. Ein var sú að rík­is­sak­sókn­ari meti hvort til­efni sé til end­urupp­töku .

„Í ljósi henn­ar [skýrsl­unn­ar] þá vek­ur þetta upp svo mik­inn óhug varðandi það hvernig þetta allt gekk fyr­ir sig. Og það þarf að svara mjög áleitn­um spurn­ing­um í þessu, eins og til dæm­is hvert var til­efni þess að lög­regla fór að spyrja akkúrat okk­ur út í af­drif Guðmund­ar Ein­ars­son­ar á sín­um tíma,“ seg­ir Erla.

„Bara sú spurn­ing, eða skort­ur á svör­um við henni, ætti að nægja til þess að sýna fram á að þetta er eitt­hvað mjög óeðli­legt. Það hef­ur aldrei feng­ist svar við þeirri spurn­ingu,“ bæt­ir hún við.

Hún tek­ur hins veg­ar fram að þessi nýju gögn séu alls ekki skil­yrði fyr­ir end­urupp­töku máls­ins. „En þau ættu að gera það úti­lokað að hafna því,“ seg­ir hún og bæt­ir við aðspurð að gögn­in ættu að styrkja henn­ar málstað.

Ekk­ert að marka falsk­ar játn­ing­ar

„Það er tölu­vert ferli framund­an því gagna­magnið er óheyri­legt, ef menn ætla að fara í gegn­um það allt. Og rík­is­sak­sókn­ari þarf að rök­styðja sína af­stöðu - hver sem hún verður,“ seg­ir Ragn­ar og bæt­ir við að hann viti ekki hvað þetta muni taka lang­an tíma. En það fari eft­ir því hafa stefnu nefnd­in taki. Ein­beiti hún sér ein­göngu að nýj­um gögn­um þá sé ljóst að um mikið magn nýrra gagna sé að ræða.

„Þar á meðal skýrsla Gísla H. Guðjóns­son­ar [pró­fess­ors í rétt­ar­sál­fræði] og Jóns Friðriks Sig­urðsson­ar [yf­ir­sál­fræðings á Land­spít­al­an­um], dok­tora og sál­fræðinga, um falsk­ar játn­ing­ar. Það eru auðvitað al­gjör­lega ný gögn. Það er vart við því að bú­ast að Hæstirétt­ur hefði sak­fellt ákærðu á sín­um tíma ef hon­um hefði verið full­kom­lega ljóst að það var ekk­ert að marka þess­ar svo­kölluðu játn­ing­ar, því það var ekki við neitt annað að styðjast,“ seg­ir Ragn­ar.

Ragn­ar bend­ir á að það sé ekki auðvelt að leggja svona stórt mál fyr­ir end­urupp­töku­nefnd. „Ágripið í Hæsta­rétti var 26 bindi og síðan komu 11 bindi til viðbót­ar þegar málið var flutt 1980. Síðan er nátt­úru­lega skýrsla starfs­hóps, end­urupp­töku­beiðni Sæv­ar Marinós Ciesi­elski '97 og héraðsdóm­ur­inn er 5-600 blaðsíður,“ seg­ir Ragn­ar.

Aldrei nein for­senda að bendla þau við manns­hvörf­in

Erla gerði til­raun til þess að fá málið tekið upp að nýju árið 1999 en án ár­ang­urs.

„Ég var mjög snaut­lega af­greidd með þá viðleitni. Þannig að mín von var sára­lít­il ef nokk­ur í mörg ár. En ein­hverj­um vik­um áður en Sæv­ar [Marinó Ciesi­elski] féll frá [árið 2011] þá hafði ég hafið und­ir­bún­ings­starf að nýju til að leita leiða. Hann dó akkúrat þegar ég var ný­kom­in af stað með það. Það er bara til marks um að þó að allt sé í lagi hjá mér og í mínu lífi eft­ir öll þessi ár þá þetta eitt­hvað sem ég losna aldrei við nema að fá ein­hverja niður­stöðu í þetta,“ seg­ir hún.

Erla seg­ist vilja að dóm­stól­ar sýni fram á henn­ar sak­leysi. „Að það verði sýnt fram á það að það var aldrei nein for­senda til þess að bendla okk­ur við þessi manns­hvörf og þar af leiðandi er ég jafn sak­laus frammi fyr­ir þess­um ásök­un­um eins og hver ann­ar í þessu sam­fé­lagi sem er - nema nátt­úru­lega þeir sem kunna að vita eitt­hvað hvað varð um þá.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert