Fálkaorðan í ættinni

Hallfríður Ólafsdóttir, flautuleikari og höfundur bókanna um músina Maxímús Músíkús, …
Hallfríður Ólafsdóttir, flautuleikari og höfundur bókanna um músina Maxímús Músíkús, var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 17. júní. Móðir hennar, Stefanía María Pétursdóttir, hlaut hana 1993 fyrir félagsstörf en hún var lengi formaður Kvenfélagasambands Íslands. Ómar Óskarsson

Hallfríður Ólafsdóttir, flautuleikari og höfundur bókanna um músina Maxímús Músíkús, var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 17. júní. Hún er þriðja konan í beinan kvenlegg til þess að bera orðuna.

Móðir hennar, Stefanía María Pétursdóttir, hlaut hana 1993 fyrir félagsstörf en hún var lengi formaður Kvenfélagasambands Íslands. Amma hennar, Þóra Jónsdóttir hlaut hana fyrir störf í þágu félagsmála 1978. „Mamma kenndi börnum á Siglufirði margt og við fáum enn þakklæti fyrir hennar framlag,“ segir Stefanía.

Hallfríður hlær þegar hún er spurð að því hvort hún hafi stefnt að því leynt og ljóst að fá riddarakrossinn. „Nei, nei, nei. En þeim mun skemmtilegra var að fá þessa ómetanlegu viðurkenningu fyrir mig og fræðsluverkefnið. Þetta var mjög eftirminnilegur 17. júní.“

Fékk einu sinni að leika Gutta

Hún bætir við að það sé sterkt fræðslugen í ættinni og sú skoðun að allir eigi að fá að læra og fá notið sín. „Ég held að það sé eðlislægt hjá okkur, þessi uppfræðsluhvöt og réttlætiskennd." Hún bætir við að það sé sterkt fræðslugen í ættinni, að allir ættu að geta fræðst og notið sín.“

Stefanía segir að móðir sín hafi fengið fálkaorðuna fyrir störf sín fyrir Barnastúkuna Eyrarrós á Siglufirði. „Hún stjórnaði þessari barnastúku þar og ég held að flest börn á Siglufirði hafi verið í þessari stúku. Mjög margir allavega. Ég fæ enn að heyra frá því þegar mamma var að æfa leik og dans heima í stofu með fullt af börnum og það hafi verið svo gaman. Á laugardögum fylltist húsið af börnum. Ég fékk einu sinni að vera með – að leika Gutta í Guttavísum,“ segir hún og hlær.

Þóra Jónsdóttir.
Þóra Jónsdóttir. Úr einkasafni
Þóra ásamt börnunum í Eyrarrósinni á Siglufirði.
Þóra ásamt börnunum í Eyrarrósinni á Siglufirði. Úr einkasafni
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert