Bleiksá færð úr farvegi að hluta

Í gær var unnið að því að beina vatnsflaumnum úr …
Í gær var unnið að því að beina vatnsflaumnum úr farvegi árinnar til að auðvelda leit í fossinum. Ljósmynd/Guðmundur Örn Arnarson

Leit að Ástu Stefánsdóttur hélt áfram í Bleiksárgljúfri í Fljótshlíð og nágrenni í gær. Hátt í 70 liðsmenn björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru við leitarstörf á vettvangi.

Guðbrandur Örn Arnarson, stjórnandi aðgerðarinnar, sagði að verkefni dagsins væru þríþætt. Það er að leita á stöðum þar sem Ásta hefði mögulega leitað skjóls. Einnig átti að leita betur í gilinu, aðallega í fossi sem er nálægt síðustu þekktu staðsetningu. Fínkemba átti barma Bleiksárgljúfurs og síga niður í gilið.

„Við erum með sérhæfða leitarmenn, rústabjörgunarfólk, verkfræðinga og aðra sem eru að byggja stíflu,“ sagði Guðbrandur. Ætlunin var að leggja stór rör frá stíflunni og beina um þúsund sekúndulítrum af vatni úr árfarveginum til að auðvelda leitina í gljúfrinu. Þetta var gríðarlega flókin framkvæmd tæknilega og erfið, segir Guðbrandur í umfjöllun um leitina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert