Kærðu synjun Harriet

Harriet Cardew var neitað um íslenskt vegabréf vegna nafnsins.
Harriet Cardew var neitað um íslenskt vegabréf vegna nafnsins. mbl.is/Kjartan Þorbjörnsson

Foreldrar stúlkunnar Harriet Cardew hafa kært ákvörðun Þjóðskrár Íslands, um að neita Harriet um vegabréf, til innanríkisráðuneytisins. Harriet er 10 ára gömul.

Samkvæmt þjóðskrá eru lögin skýr, og ekki er heimilt að gefa út vegabréf til aðila sem ekki hefur verið gefið nafn í þjóðskrá. Er það breytt verklag frá því sem áður var, því Harriet hefur áður fengið útgefið vegabréf, sem rann út í apríl á þessu ári. 

Krístín Cardew, móðir Harriet, segir í samtali við mbl.is að það sé þetta breytta verklag sem þau kæra til innanríkisráðuneytisins. Telja þau að breyting á framkvæmdinni krefjist breytingar á lögunum að reglugerðin sem vísað er til í synjuninni hafi ekki nægilega lagastoð til þess að hægt sé að byggja synjun á henni.

„Enginn lét okkur vita af þessum breyttu verklagsreglum og við fengum ekki nægan tíma til þess að aðlaga okkur að þeim,“ segir Kristín en fjölskyldan á pantað flug til Frakklands í næstu viku.  

„Við erum búin að tala við breska sendiráðið, treystum á að þau bjargi okkur. Ef við hefðum vitað af því að hún fái ekki endurnýjun á íslenska vegabréfið, þá hefðum við verið búin að láta endurnýja breska vegabréfið,“ segir Kristín. 

Sjá frétt mbl.is: Hafnaði nöfnunum árið 2010

 Vísir greindi fyrst frá málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert