Eiríkur Ingi Jóhannsson er nú kominn í mark í einstaklingskeppni WOW Cyclothon. Þar með hafa allir keppendur keppninnar skilað sér yfir marklínuna.
Eiríkur kom í mark á tímanum 76 klukkustundum og 40 mínútum. Er hann var kominn í mark sagðist hann þrá það heitast að komast í sund.
Áheitasöfnun til styrktar tækjakaupum fyrir bæklunarskurðdeild Landspítala-Háskólasjúkrahús stendur enn yfir og lýkur á miðnætti mánudaginn 30.júní. Nú þegar hafa safnast um 14 milljónir.
Viðtal við hann er væntanlegt á mbl.is innan skamms.