Dælurnar komnar í gljúfrið

Búið er að koma dælunum fyrir í Bleiksárgljúfri og rafmagnið er komið á. Styttist í það að kveikt verði á dælunum og hafist handa við að dæla vatni úr gljúfrinu til þess að losna við fossinn. Unnið er að því að prófa hvort dælurnar virki. 

Meðal ann­ars þurfti að koma þrem­ur stór­um raf­stöðum fyr­ir og eru tólf dæl­ur til staðar á svæðinu. Þær vega á bil­inu 200 til 900 kíló en ekki er ljóst hvort þær verði all­ar notaðar í dag. Þrír kaf­ar­ar eru einnig á vett­vangi og munu hugs­an­lega taka þátt í aðgerðum síðar í dag.

Er þetta liður í leitinni að Ástu Stef­áns­dótt­ur, 35 ára lög­fræðingi, sem hef­ur verið saknað í þrjár vik­ur. Sam­býl­is­kona henn­ar, Pino De Los Ang­eles Becerra Bolanos, fannst lát­in í Bleiks­ár­gljúfri þann 10. júní síðastliðinn.

Um 80 björgunarsveitarmenn eru nú á svæðinu frá öllum helstu björgunarsveitum landsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert