Leit að hefjast í Bleiksársgljúfri

Gerð verður  svokölluð hraðleit í Bleiksárgljúfri í klukkustund áður en hafist verður handa við að stífla og stýra rennsli árinnar í gljúfrinu. Nú klukkan níu hefst stuttur fundur með björgunarsveitarmönnum þar sem farið verður yfir aðgerðir dagsins og öryggisatriði.

Samkvæmt upplýsingum frá blaðamanni mbl.is eru hátt í fjörtíu björgunarsveitarmenn við Bleiksárgljúfur í Fljótshlíð. Aðgerðir eru í þann mun að hefjast en síðast var leitað að Ástu Stefánsdóttur, sem saknað hefur verið í rúmar þrjár vikur, í gljúfrinu fyrir viku.

Í vikunni hefur verið unnið að því að ljúka smíði á búnaði sem notaður verður í dag. Leitarmenn munu lýsa upp gilið og á hafa þeir m.a. fengið neðan­sjáv­ar­mynda­vél­ar sem verður slakað ofan í hyl­inn við leit­ina, en þær verða notaðar til að byrja með áður en ákvörðun verður tek­in um að senda kafara niður. 

Björg­un­ar­sveit­ar­menn hafa unnið að því að byggja bet­ur und­ir stór rör sem búið er að koma fyr­ir ofan í gljúfr­inu, en þeim er ætlað að soga upp vatn sem verður veitt fram fyr­ir foss­inn og á annað stað í gljúfr­inu. Um er að ræða þrjú 12 metra löng og 50 cm breið rör. Einnig er verið að út­búa ör­ugg­ari leiðir inn í gilið, t.d. að leggja planka, enda svæðið drull­ugt og sleipt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert