Sjá breytingar á vatninu

Þrjár dælur eru nú komnar ofan í hylinn í Bleiksárgljúfri og verið er að dæla vatninu upp úr hylnum. Að sögn svæðisstjórans má þegar sjá breytingar á vatninu. Stefnt er að því að kafararnir fari fljótlega ofan í hylinn og hefji leit. 

Í morg­un hóf­ust björg­un­ar­sveit­ar­menn handa við að koma dælu­búnaði fyr­ir í gil­inu, auk þess þurfti að koma fyr­ir raf­stöðvum og öðrum raf­magns­búnaði svo dæl­urn­ar fái straum. Á að dæla vatni upp úr hyln­um þar sem rör­in liggja og fram fyr­ir foss­inn til þess að geta leitað þar undir. Ljóst er að það mun taka nokkr­ar klukku­stund­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert