Þrjár dælur eru nú komnar ofan í hylinn í Bleiksárgljúfri og verið er að dæla vatninu upp úr hylnum. Að sögn svæðisstjórans má þegar sjá breytingar á vatninu. Stefnt er að því að kafararnir fari fljótlega ofan í hylinn og hefji leit.
Í morgun hófust björgunarsveitarmenn handa við að koma dælubúnaði fyrir í gilinu, auk þess þurfti að koma fyrir rafstöðvum og öðrum rafmagnsbúnaði svo dælurnar fái straum. Á að dæla vatni upp úr hylnum þar sem rörin liggja og fram fyrir fossinn til þess að geta leitað þar undir. Ljóst er að það mun taka nokkrar klukkustundir.