Engin leit er fyrirhuguð í dag í Bleiksárgljúfri, samkvæmt upplýsingum frá slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Umfangsmikil leit var gerð í gær í gljúfrinu þar sem vatni var dælt úr stórum fossi til þess að kafarar kæmust að svæðinu.
Til þess þurfti að nota stórar dælur og þrjár stórar rafstöðvar. Var þessi búnaður tekinn niður eftir leitina í gær.
Ekkert fannst við leitina í gær annað en stór hellir sem hættulegt er talið að kanna frekar. Kafari sem var á svæðinu í gær taldi hellinn vera að minnsta kosti 10 metra langur og talið er að allt vatnið í hylnum farin í gegnum þennan helli.