Erlendir sjálfboðaliðar fengu húsaskjól

Axel Ómarsson er framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna 2014.
Axel Ómarsson er framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna 2014. Eggert Jóhannesson

Er­lend­ir sjálf­boðaliðar eru þeir sem hafa farið verst út úr veðrinu á lands­móti hesta­manna. Mótið hófst í blíðskap­ar­veðri í gær, en í morg­un vöknuðu hátt í 40 er­lend­ir sjálf­boðaliðar í ansi blaut­um kúlutjöld­um. Sveit­ar­stjórn­in á Hellu brást skjótt við og skaut yfir þau skjóls­húsi í skóla­stof­um.

„Við fáum mikið af sjálf­boðaliðum, um 70 í allt, og ég held að um 50 þeirra séu er­lend­ir. Þau koma víða að og mörg af þeim bara búin und­ir sum­ar­veður í litl­um kúlutjöld­um, þannig að þau blotnuðu ansi mikið, en því var reddað snar­lega,“ seg­ir Axel Ómars­son, fram­kvæmda­stjóri lands­móts­ins.

Hesta­menn harðir af sér

Eft­ir blíðuna á opn­un­ar­degi móts­ins í gær skall á með rign­ingu og hvassviðri í nótt og morg­un. Sýn­ing­ar hóf­ust þó á rétt­um tíma og hef­ur dag­skrá hald­ist og keppn­in gengið vel. For­keppni í B-flokki gæðinga fór fram í morg­un auk kyn­bóta­dóma í flokki 6 vetra hryssa. Nú hef­ur stytt upp og keppni í barna­flokki að hefjast.

Veður­spá­in næstu daga er ekki kræsi­leg, en þó er út­lit fyr­ir að það versta verði gengið yfir áður en sjálf­ur hápunkt­ur móts­ins hefst á fimmtu­dag. Bú­ast má við að fjöl­menn­ast verði á Gaddstaðaflöt­um um næstu helgi.

Axel seg­ir að hesta­menn séu harðir af sér og van­ir að keppa í allskon­ar veðrum. „Þetta er bara for­keppni núna og hér á svæðinu eru fyrst og fremst knap­ar, þeirra aðstoðar­menn og fólk í kring­um þá auk sjálf­boðaliða og ein­hverra gesta. Sjálft mótið hefst á fimmtu­dag og veður­spár segja okk­ur að það versta standi yfir fram á miðviku­dag svo við von­um það besta.“

Stór­ir bíl­ar og þung­ar kerr­ur

Engu að síður hafa ýms­ar ráðstaf­an­ir verið gerðar vegna veður­spár­inn­ar næstu daga og tjald­bú­ar á svæðinu verið hvatt­ir til að ganga vel frá öllu og fylgj­ast með veður­frétt­um. 

„Aðal­atriðið hjá okk­ur er að tryggja þau mann­virki sem við erum með,“ seg­ir Axel. „Ég fór í gegn­um tjöld­in áðan og það var lítið til að hafa áhyggj­ur af, ein­hver fortjöld sem geta hreyfst til. Fólkið sem er hérna er al­mennt vel búið, með mikið af þung­um bíl­um og kerr­um. Það væri verra ef fólk væri með létt­ari búnað, en við biðjum fólk að gera ráðstaf­an­ir, leggja bíl­um fyr­ir tjöld ef það skyldi koma vit­laust veður.

Svo fylgj­umst við vel með og erum með plön. Þannig að við búum okk­ur und­ir verstu veður en von­um það besta.“

Náið verður fylgst með úr­slit­um og öðrum frétt­um lands­móts­ins 2014 á hesta­vef mbl.is

Sjá einnig veður­vef mbl.is

Áhorfendur fylgdust með B-flokki gæðinga í morgun, vel klæddir í …
Áhorf­end­ur fylgd­ust með B-flokki gæðinga í morg­un, vel klædd­ir í polla­göll­um.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert