Veðrið bæði varasamt og hrífandi

Göngufólk á Fimmvörðuhálsi. Þýski skálvörðurinn Uwe segist hrífast af íslenska …
Göngufólk á Fimmvörðuhálsi. Þýski skálvörðurinn Uwe segist hrífast af íslenska veðrinu og litbrigðum landslagsins. mbl.is/hag

„Flest­ir vita al­veg hvað þeir eru að gera, en á hverju ári koma 2-3 sem eru virki­lega illa bún­ir,“ seg­ir Uwe Lien­hoop, skála­vörður á Fimm­vörðuhálsi. Upp­bókað er í skál­an­um alla vik­una, og raun­ar all­ar næt­ur í sum­ar, en þau sem ætluðu að gista í nótt flýttu ferð niður í Bása vegna veður­spár­inn­ar.

Tvær djúp­ar lægðir eru vænt­an­leg­ar yfir landið, hvor á eft­ir ann­arri næstu daga og bú­ast má við mik­illi úr­komu sunn­an­lands seint á morg­un. Stöðug um­ferð er af göngu­fólki alla daga sum­ars­ins á Fimm­vörðuhálsi, en göngu­leiðin ligg­ur hæst í um 1.100 metra hæð og gæti veðrið orði ansi hryss­ings­legt þar næstu daga.

Ráðlegg­ur óör­ugg­um að ganga ekki á morg­un

Í skála Útivist­ar á Fimm­vörðuhálsi eru um 20 gistipláss, en flest­ir þeir sem velja að taka göngu­leiðina á tveim­ur dög­um og gista eru út­lend­ing­ar, að sögn Uwe. Til viðbót­ar eru marg­ir sem ganga háls­inn á ein­um degi. Uwe seg­ir að göngu­fólk sem kom í skál­ann í dag hafi ákveðið að halda áfram niður í Bása eft­ir að hafa farið yfir veður­spána, því von sé á mik­illi rign­ingu á morg­un. Þá hef­ur 13 manna hóp­ur af­bókað sig annað kvöld.

Uwe seg­ir að ef fólk sé óör­uggt og hringi eft­ir ráðum þá ráðleggi hann því núna að ganga ekki Fimm­vörðuháls­inn á morg­un. Sjálf­ur kom hann í skál­ann um há­degi og leysti fyrri skála­vörð af. „Ég var keyrður að Bald­vins­skála og gekk þaðan og það var dá­lítið erfitt að rata út af rign­ingu og þoku. Ég þekki leiðina mjög vel en í þetta sinn var erfitt að átta sig á staðar­hátt­um. Á morg­un og hinn á að verða mjög slæmt veður.“

Stund­um kem­ur fyr­ir að skotið er skjóls­húsi yfir göngu­fólk sem ekki á bókaða gist­ingu, ef veðrið er mjög slæmt eða það illa búið. Uwe seg­ir það þó að meta verði aðstæður hverju sinni, stund­um sé hægt að koma fólki fyr­ir á gólf­inu en stund­um vísi hann fólki áfram niður í Bása.“

Hrífst af veðrabreyt­ing­um og lit­brigðum lands­ins

Uwe, sem er þýsk­ur, hef­ur verið skála­vörður á Fimm­vörðuhálsi á hverju sumri í 7-8 ár og dvel­ur yf­ir­leitt leng­ur en aðrir skála­verðir. Þessa stund­ina er hann einn í skál­an­um og verður það kannski á morg­un líka, en hann kipp­ir sér ekki upp við ein­ver­una.

„Ég kann vel við mig og ég elska Ísland. Ég kem alltaf aft­ur, og reyni líka að læra smá ís­lensku, en það er erfitt,“ seg­ir Uwe og skipt­ir milli ís­lensku og ensku. Merki­legt nokk þá nefn­ir hann veðrið fyrst, aðspurður hvað það sé ná­kvæm­lega sem heilli hann svona við Ísland og Fimm­vörðuháls.

„Ég kann vel við veðrið og veðrabreyt­ing­arn­ar,“ seg­ir hann án þess að hika og finnst það alls ekki slæmt að verja sum­ar­frí­inu sínu í júlí­stormi. „Veðrið er alltaf að breyt­ast og lands­lagið breyt­ist með því. Ég kann að meta lit­brigðin í ís­lensku lands­lagi, alla þessa tóna af svörtu og brúnu.“

Skáli Útivistar á Fimmvörðuhálsi er af mörgum notaður sem áfangi …
Skáli Útivist­ar á Fimm­vörðuhálsi er af mörg­um notaður sem áfangi á miðri göngu yfir háls­inn. Ljós­mynd/Ú​tivist
Göngufólk á gangi milli Magna og Móða sem mynduðust við …
Göngu­fólk á gangi milli Magna og Móða sem mynduðust við eld­gosið 2010. Lands­lagið á Fimm­vörðuhálsi breytt­ist tals­vert í gos­inu. mbl.is/​HAG
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert