Ágóðinn fari ekki í vasa kaupmanna

Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks.
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks. mbl.is

„Fríverslunarsamningurinn við Kína er gott mál. Hins vegar þarf að fylgjast vel með því að vöruverð lækki og að ágóðinn fari ekki bara beint í vasa kaupmanna, eins og svo oft vill verða,“ segir Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag.

Eins og greint hefur verið frá á mbl.is tekur fríverslunarsamningurinn formlega gildi í dag en hann var undirritaður í apríl á síðasta ári og staðfestur á Alþingi í vetur. Viðræður um samninginn hófust formlega á fyrri hluta árs 2007 í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins og var haldið áfram í tíð næstu ríkisstjórna. Hins vegar voru viðræðurnar settar á ís einhliða af hálfu Kínverja árið 2009 en teknar upp á ný 2012.

Frétt mbl.is: Fríverslunarsamningur við Kína tekur gildi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert