Stór snekkja að nafni Itasca hefur vakið athygli vegfarenda við höfnina í Reykjavík síðustu daga. Snekkjan, sem er 54 metrar á lengd og 845 tonn, hefur að geyma þyrlu, sæþotur og vélbát.
Tíu gestir geta gist í bátnum hverju sinni, en þrettán eru í áhöfn snekkjunnar. Morgunblaðið hitti eiganda bátsins í Reykjavíkurhöfn. Hann vildi ekki segja til nafns en kvaðst búa í Dubai og ætla að sigla snekkjunni kringum Ísland og koma við á Akureyri.
Þá mun Itasca halda til Noregs og þaðan verður norðausturleiðin, sem liggur meðfram norðurhluta Rússlands, sigld til Alaska.