Mikill viðbúnaður vegna strands

mbl.is/Ómar

Slysavarnafélagið Landsbjörg og Landhelgisgæslan eru með mikinn viðbúnað eftir að hvalaskoðunarskip strandaði við Lundey í Skjálfanda rétt fyrir kl. 18 í kvöld. 21 er um borð í skipinu sem er farið að halla, en ekki er vitað til þess að nokkur hafi slasast.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg barst fyrsta tilkynning um strandið kl. 17:57. Ekki er kominn leki að skipinu en það er hins vegar farið að halla um 50 gráður. 

Björgunarsveitin Garðar á Húsavík er nú að koma að Lundey á Skjálfanda þar sem hvalaskoðunarskipið strandað.

Í fyrstu var tilkynnt að leki væri kominn að skipinu en það reyndist ekki rétt en það er farið að halla mikið.

Björgunarsveitin fór á tveimur hraðskreiðum, harðbotna bátum frá öðru hvalaskoðunarfyrirtæki á Húsavík á staðinn og voru slökkviliðsmenn með í för með dælur ef á þyrfti að halda. Bátar frá öðrum hvalaskoðunarfyrirtækjum eru einnig á staðnum en komast ekki að hinu strandaða skipi. Allir björgunarbátar og skip á svæðinu hafa einnig verið kölluð út.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert