Rúnar Rúnarsson hefur tökur á nýrri kvikmynd

Rúnar Rúnarsson - Tökur hefjast á nýrri mynd á Vestfjörðum …
Rúnar Rúnarsson - Tökur hefjast á nýrri mynd á Vestfjörðum í júlí. Myndin ber vinnuheitið Þrestir. Mikkel Jersin - Nimbus Film - Nimbus Iceland

Rún­ar Rún­ars­son, leik­stjóri og hand­rits­höf­und­ur, mun hefja tök­ur á nýrri mynd sinni, sem ber vinnu­heitið Þrest­ir, á Vest­fjörðum 14. júlí næst­kom­andi. Rún­ar naut hylli á Cann­es kvik­mynda­hátíðinni fyr­ir mynd sína Eld­fjall sem kom út 2011.

„Þetta er ís­lensk mynd og ger­ist í ís­lensk­um sam­tím­ar­aun­veru­leika. Tök­ur fara mest­megn­is fram á Norður­fjörðum fyr­ir vest­an, Flat­eyri, Bol­ung­ar­vík, Suður­eyri og Ísaf­irði og þeim radíus. Sögu­svið mynd­ar­inn­ar er ónefnd­ur bær fyr­ir vest­an. “seg­ir Rún­ar í spjalli við mbl.is

„Vest­f­irðir hafa uppá mikið að bjóða og við þykj­umst vera að taka allt það besta og sjóða það sam­an í dýr­ind­is kássu.“

Vill vinna með sama fólk­inu

Atli Óskar Fjalars­son fer með aðal­hlut­verk í mynd­inni, sem lék einnig í verðlaunaðri stutt­mynd Rún­ars, Smá­fugl­um. Föður hans leik­ur Ingvar E. Sig­urðsson. 

„Á einn eða ann­an hátt hef ég alltaf reynt að vinna með sama fólk­inu, og hef verið þeirr­ar gæfu aðnjót­andi að geta byggt upp sam­starf við sam­starfs­fólk mitt jafnt hér heima og er­lend­is,“ seg­ir Rún­ar. „Ég lærði í danska kvik­mynda­skól­an­um og þaðan kem­ur einnig fólk með mér inn í verk­efnið.

Ég er með sama kvik­mynda­töku­mann, Soffíu Ol­son, og sama klipp­ara, Jacob Schuls­in­ger, sem ég kynnt­ist í skól­an­um. Öll verk­efni sem við gát­um valið okk­ur í sam­an unn­um við í sam­ein­ingu og sam­starfið hef­ur hald­ist.“

Þroska­sög­ur og hug­leiðing­ar 

Þrest­ir er þroska­saga aðal­per­són­unn­ar, Ara, sem er 16 ára, en einnig feðgasaga hans og föður hans,“ seg­ir Rún­ar. „Svo er líka al­mennt ung­linga­brek og ást­ir og ör­lög ým­issa per­sóna tvinn­ast sam­an. Þetta er þannig séð einn­ar per­sónu saga að því leyti að Ari er í öll­um sen­um mynd­ar­inn­ar.“

Aðspurður um hvort þætt­ir í sögu Ara og söguþræði í Eld­fjalls kall­ist á seg­ir Rún­ar ým­is­legt koma til.

„Eld­fjall var líka einn­ar per­sónu saga. Maður­inn, sem Theo­dór lék svo vel, er í öll­um sen­um og hliðar­sög­ur og ör­lög annarra eru til þess að spegla aðal­per­són­una. Að efnis­tök­um var Eld­fjall líka þroska­saga, ef svo skyldi segja, nema kannski óvenju­legri með það að maður kom­inn nokkuð til ára sinna sé að ganga í gegn­um per­sónuþroska.

Svo eru báðar mynd­ir al­menn­ar hug­leiðing­ar um ást­ina og karl­mennsku. Pabbi Ara er meira af gamla skól­an­um, svipað og maður­inn í Eld­fjalli, og ekki of lunk­inn að sýna til­finn­ing­ar sín­ar.“

Byrjuðu í verk­falli og sneru ekki aft­ur

„Ég get þakkað kenn­ara­stétt­inni og kjara­bar­áttu henn­ar að ég byrjaði í kvik­mynda­gerð,“ seg­ir Rún­ar. „Þegar ég var í fyrsta bekk í fram­halds­skóla 1994 var langt kenn­ara­verk­fall og þá gerðum við fé­lagi minn, Grím­ur Há­kon­ar­son, sem er líka með mynd í deigl­unni, stutt­mynd sam­an sem bar heitið Kló­sett­menn­ing.“

Rún­ar seg­ir frá því hvernig þeir fé­lag­ar, grobbn­ir með afrakst­ur sinn sex­tán og sautján ára gaml­ir, sendu mynd sína, Kló­sett­menn­ingu, á hátíðir um all­an heim og slysuðust á hátíðina Nordisk Panorama í Nor­egi.

„Við náðum að koma okk­ur þangað með hjálp góðra manna og kvenna og þar opnaðist þessi heim­ur fyr­ir okk­ur. Okk­ur tókst að kynn­ast form­inu sem stutt­mynd­in er og það varð eig­in­lega ekki aft­ur snúið. “

Lé­leg­ur í öllu hinu

Fram að verk­fall­inu hafði Rún­ar feng­ist við ým­is­legt.

„Ég var eitt­hvað að plötu­snúðast, hafði aðeins feng­ist við að skrifa leikri, semja ljóð, mála og taka ljós­mynd­ir, en ég var lé­leg­ur í þessu öllu. Ég fann mig aldrei full­kom­lega en hafði alltaf mikla sköp­un­arþörf sem ég vissi ekki hvað ég átti að gera við.

Það er fyrst þegar ég fer að vinna með þenn­an miðil að öll þessi element koma sam­an og mér leið eins og stakk­ur­inn væri sniðinn á mig. Ein­sog af klæðskera.“

Mynd­ir Rún­ars hafa unnið til fjölda verðlauna og sam­an­lagt hafa verk hans sankað að sér meira en hundrað verðlaun­um á hátíðum um all­an heim, þ.á.m. var stutt­mynd hans Síðasti bær­inn til­nefnd til ósk­ar­sverðlauna árið 2006. Þrest­ir er önn­ur mynd­in sem hann tek­ur sér fyr­ir hend­ur í fullri lengd.

Mik­il törn framund­an

Ekki er gott að segja hvað Rún­ar tek­ur sér næst fyr­ir hend­ur enda gíf­ur­leg törn framund­an. „Ég sé veiðisum­arið 2015 fyr­ir mér í hyll­ing­um.

Ég reikna með að vera á loka­metr­un­um við að vinna mynd­ina í apríl og svo tek­ur við kynn­ingastarf þar sem maður þarf að þvæl­ast um all­an heim með þessu. Það verður smá logn­molla yfir sum­ar­tím­ann á næsta ári og þá ætla ég að vera með fjöl­skyld­unni og veiða mikið. Láta líða úr mér í ís­lenskri nátt­úru.“

Stefnt er að því að sýna mynd­ina í kvik­mynda­hús­um seinni hluta maí 2015.

Mynd­in er studd af Kvik­mynda­miðstöð Íslands, Danska kvik­mynda­sjóðnum og Nor­ræn­um kvik­mynda- og sjón­varps­sjóð og er fram­leidd af Ni­mb­us Ísland í sam­vinnu við Pega­sus, Ni­mb­us Film og MP Films.

Bolungarvík - Sögusvið myndarinnar er ónefndur bær fyrir vestan.
Bol­ung­ar­vík - Sögu­svið mynd­ar­inn­ar er ónefnd­ur bær fyr­ir vest­an. Sig­urður Bogi Sæv­ars­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert