Fæðubótafyrirtækið Herbalife segir að ekki hafi tekist að sanna að tengsl séu á milli neyslu Herbalife-vara og lifrasjúkdóma. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá fyrirtækinu, þar sem það vísar því alfarið á bug sem fram kom frétt á mbl.is í gær um að neysla á grænu tei geti skaðað lifrina.
Í yfirlýsingunni er því harðlega mótmælt að fjallað sé um vörur Herbalife í tengslum við lifraskaða.
Fram kom í frétt mbl.is, að árið 2010 hafi Magnús Jóhannsson, læknir og prófessor í lyfja- og eiturefnafræði, skrifað grein í Læknablaðið ásamt meltingarlæknunum Sif Ormarsdóttur og Sigurði Ólafssyni, um tengsl á milli lifraskaða og notkunar á vörum frá fæðubótaframleiðandanum Herbalife sem innihéldu meðal annars grænt te.
Talsmaður Herbalife segir í yfirlýsingunni að niðurstöður umræddrar rannsóknar hafi ítrekað verið hraktar. Fyrirtækið segir að neysla á grænu tei sé örugg og svo hafi verið um allan heim í mörg þúsund ár.
Yfirlýsingin í heild er á ensku í viðhengi.