Lífið helgað tónlistinni

Djassgoðsögnin Wynton Marsalis kemur fram ásamt sveit sinni í Hörpu í kvöld, í einkaviðtali við mbl.is segir hann tónleikana litast af því að sveitin hafi aldrei komið hingað áður. Hann segir sveit sína vera í einstakri stöðu og að allir meðlimir sveitarinnar helgi líf sitt tónlistinni.

mbl.is hitti Marsalis, sem er gjarnan talinn áhrifamesti djasstónlistarmaður síðustu þriggja áratuga, í morgun og ræddi við hann m.a. um jasstónlist, ferðalögin og tónleikana í kvöld sem hann segir að verði nokkurskonar yfirlit yfir sögu djassins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert