Menntaðir kennarar laðast að MR

Menntaskólinn í Reykjavík - Skólinn virðist njóta nokkurrar sérstöðu meðal …
Menntaskólinn í Reykjavík - Skólinn virðist njóta nokkurrar sérstöðu meðal framhaldsskóla. Guðbjartur Kristófersson / Af síðu MR

„Stærðfræðikennslan í MR byggir á traustum grunni og langri reynslu kennara skólans. Ein meginástæða þess að menntaðir kennarar laðast að MR er hversu hrifnir þeir eru af þeirri stærðfræði sem þar er kennd og hversu áhugasamir nemendur þar eru,“ sagði Yngvi Pétursson, rektor við MR, í samtali við mbl.is í dag.

Menntaskólinn í Reykjavík hampar best menntuðu stærðfræðikennurum landsins samkvæmt nýrri skýrslu sem var unnin fyrir menntamálaráðuneytið. Í skýrsluni er þess m.a. getið að menntun stærðfræðikennara sé víðast hvar ábótavant en svo virðist ekki vera í MR.

Frumkvæði kennara við skólann að útbúa sitt eigið námsefni hefur verið mikil lyftistöng fyrir stærðfræðikennsluna. Fjöldi kennara, góður félagsskapur og samheldni einkenna líka störf hjá stærðfræðikennurum.“

Sérstakar áherslur

Aðspurður um sérstöðu MR sagði Yngvi meðal annars ólíkar áherslur koma til. „Það sem er einkum með öðrum hætti í MR er sú áhersla sem við leggjum á fræðilega stærðfræði og kölluð er í skólanum lesin stærðfræði.

Menntaskólinn í Reykjavík hefur ekki slegið af kröfum sínum og hefur lagt metnað sinn í að undirbúa nemendur sína sem best fyrir háskólanám.“

Kennarar með háskólagráður í stærðfræði voru fáir í skólunum sem tóku þátt í úttektinni
eða aðeins 18 talsins sem er nálægt því fjórðungur. Af þeim kenna 11 í MR
og enginn kennari með háskólapróf í stærðfræði kennir í FíV, ME og MK, einsog fram kemur í skýrslunni. Ef MR er undanskilinn og horft er á hina skólana sem úttektin náði til lækkar hlutfall stærðfræðikennara með háskólapróf í stærðfræði niður í aðeins 12%.

Þá eru fimm af sex þeirra sem skipa íslenskt ólympíulið í stærðfræði nemendur við skólann, einsog fram hefur komið.

Sjá frétt mbl.is: Of fá­menn­ur hóp­ur í stærðfræðinámi

Sjá frétt mbl.is: Illugi: Skýrsluna ber að taka alvarlega

Sjá frétt mbl.is: Úrbæt­ur í stærðfræðikennslu kosti aukið fjár­magn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert