Margir voru viðstaddir er veggmyndin Fjöðrin eftir Söru Riel, við Asparfell 2-12 í Breiðholti, var afhjúpuð í dag. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, afhjúpaði myndina.
Veggmyndin við Asparfell er hluti af verkefninu „Vegglist í Breiðholti“ en í því felst að skreyta Breiðholti með ýmsum hætti. Alls verða fimm veggmyndir eftir fjóra listamenn komnar í Breiðholtið á næstu mánuðum og átta veggmyndir eftir ungmenni á aldrinum 17-20 ára.
Fjöðrin önnur veggmyndin sem er afhjúpuð í Breiðholti en síðasta haust var veggmynd eftir Theresu Himmer afhjúpuð á Jórufelli 2-12.
Jafnframt verða tvö verk eftir Erró verða sett upp í Breiðholti á næstunni, annars vegar á íþróttahúsið við Austurberg og hins vegar við Álftahóla 4-6. Fjórði listamaðurinn hefur verið valinn til að gera veggmynd í efra Breiðholtið og verður nafn hans tilkynnt í næstu viku, samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
Átta ungmenni voru jafnframt valin í sumar til að gera veggmyndir í Breiðholti undir handleiðslu listamanna og birtast þau í hverfinu á næstu vikum.
Listasafn Reykjavíkur hefur haft umsjón með verkefninu en það er unnið í samráði við íbúa í Breiðholti og hverfisráð.