Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur beinir því til borgarbúa í nágrenni við Skeifuna að loka vel gluggum vegna reykmengunar sem berst frá eldinum í Skeifunni í kvöld, 6. júlí 2014. Nokkrar byggingar hafa brunnið en Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins telur sig hafa náð tökum á eldinum.
Þetta kemur fram í tilkynningu.
Stórt svæði hefur verið rýmt umhverfis fatahreinsunina Fönn í Skeifunni. Mikinn reyk leggur þaðan og vill Heilbrigðiseftirlitið því ráðleggja íbúum í nágrenninu að loka gluggum og kynda vel þær íbúiðr þar sem reykur hefur borist inn. Heilbrigðisfulltrúar eru á staðnum og meta aðstæður ásamt Slökkviliðinu, segir enn fremur.
Grétar Þorsteinsson tók myndskeiðið sem fylgir fréttinni.