Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í húsnæði Rekstrarlands í Skeifunni um áttaleytið í morgun til þess að slökkva í glæðum í húsnæðinu.
Um var að ræða eld í svokölluðum eldhreiðrum, það er glóð sem leynist undir timburhrúgum og öðru eldfimu.
Slökkviliðið varð að rífa aðeins meira innan úr rými fyrirtækisins vegna þessa, að sögn varðstjóra í slökkviliðinu.