Fréttaflutningurinn „byggðist á viðurkenndum gildum“

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri og útgefandi Pressunnar.
Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri og útgefandi Pressunnar. mbl.is

Björn Ingi Hrafns­son, rit­stjóri og út­gef­andi Press­unn­ar hef­ur gefið út til­kynn­ingu vegna dóms­ins í máli Gunn­ars Þor­steins­son­ar gegn fréttamiðlin­um. Þar seg­ir Björn Ingi að héraðsdóm­ur hafi fall­ist á að ákvörðun Press­unn­ar um að flytja frétt­ir af mál­inu hafi byggst á viður­kennd­um gild­um í heiðarlegri blaðamennsku og full­nægj­andi rann­sókn. 

Í dómi héraðsdóms í dag voru fimm um­mæli í frétt­um Press­unn­ar af kon­um sem sökuðu Gunn­ar um kyn­ferðis­brot, dæmd dauð og ómerk. Kröf­unni um miska­bæt­ur fyr­ir um­mæl­in var hins veg­ar vísað frá dómi. 

Í til­kynn­ingu Björns Inga seg­ir að í nær öll­um til­vik­um, sem kraf­ist var ómerk­ing­ar um­mæla, hafi dóm­ur­inn talið að Press­an hafi í um­fjöll­un sinni gætt þess að fara ekki út fyr­ir mörk tján­ing­ar­frels­is­ins. Héraðdóm­ur hafi fundið að um­mæl­um í tveim­ur frétt­um af langri röð frétta um málið, sem þáver­andi rit­stjóri er tal­inn bera ábyrgð á, og þau dæmd dauð og ómerk. Í báðum til­vik­um hafi frétt­irn­ar byggt á um­mæl­um sem voru rétt eft­ir viðmæl­end­um höfð, að sögn Björns Inga.

Þá fagn­ar hann fagna niður­stöðu héraðsdóms að vísa miska­bóta­kröf­un­um frá dómi. 

Sjá yf­ir­lýs­ingu Björns Inga í heild sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert