Fyrrverandi eigendur Húsasmiðjunnar hafa undirritað sátt við Samkeppniseftirlitið, vegna máls sem var til rannsóknar frá 2008 og 2011 og sneir að starfsemi Húsasmiðjunnar, áður en vörumerki hennar og rekstur voru seld dönsku byggingavörukeðjunni Bygma í árslok 2011.
Í maí síðastliðnum gaf sérstakur saksóknari út ákæru á hendur sex starfsmönnum Húsasmiðjunnar og fimm starfsmönnum Byko vegna málsins. Ákærurnar eru sjálfstætt mál sem mun eiga sinn farveg í dómskerfinu óháð þessari sátt, að því er fram kemur í tilkynningu.
Húsasmiðjan var áður rekin af félaginu Holtavegur 10 ehf., sem undirritar sáttina. Í dag fer Húsasmiðjan ehf. með reksturinn og hefur félagið gert samhliða samkomulag um að formfesta frekar samkeppnisfræðslu starfsfólks og innleiða formlega samkeppnisréttaráætlun, ásamt því að undirgangast frekari skilyrði vegna eignarhlutar Húsasmiðjunnar í Steinull ehf. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Húsasmiðunni.
Með þessu telst lokið því máli sem hófst með húsleit Samkeppniseftirlitsins hjá Húsasmiðjunni, Bygo og Úlfinum byggingarvörum þann 8. mars 2011, hvað varðar fyrri eigendur og Húsasmiðjuna.
Haft er eftir Árna Stefánssyni, forstjóra Húsasmiðjunnar, í fréttatilkynningu að fagnaðarefni sé að málinu sé fomrlega lokið.