„Stór sigur fyrir mig“

Gunnar Þorsteinsson ræddi við blaðamenn þegar niðurstaðan lá fyrir í …
Gunnar Þorsteinsson ræddi við blaðamenn þegar niðurstaðan lá fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. mbl.is/Þórður

„Þetta er sig­ur fyr­ir mig,“ sagði Gunn­ar Þor­steins­son, kennd­ur við Kross­inn, eft­ir að dóm­ur var kveðinn upp í í dag meiðyrðamáli sem hann höfðaði. Dóm­ari dæmdi ákveðin um­mæli sem birt­ust í Press­unni í nóv­em­ber 2010 dauð og ómerk en vísaði kröfu Gunn­ars um miska­bæt­ur frá. Sam­tals fór hann fram á 15 millj­ón­ir.

Málið höfðaði Gunn­ar á hend­ur Ástu Sig­ríði H. Knúts­dótt­ur, Sesselju Engil­ráð Barðdal, Stein­grími Sæv­ari Ólafs­syni, fyrr­ver­andi rit­stjóra Press­unn­ar og út­gáfu­fé­lagi Press­unn­ar vegna frétta­flutn­ings af nokkr­um kon­um sem sökuðu Gunn­ar um kyn­ferðis­brot. Gunn­ar krafðist 15 millj­óna króna í skaðabæt­ur, fimm millj­óna frá hverj­um aðila fyr­ir sig, og af­sök­un­ar­beiðni. Sem fyrr seg­ir var kröfu Gunn­ars um miska­bæt­ur vísað frá dómi.

Hann seg­ir að miska­bæt­ur í dóms­mál­um hafi ávallt verið til vansa. „En við þurf­um að skoða for­send­ur og niður­stöður dóms­ins, ég og minn lögmaður, og sjá hvert fram­haldið verður. En þetta er vissu­lega stór sig­ur fyr­ir mig. Stór um­mæli eru dæmd ómerk og þar með ligg­ur á ljósu að menn eru að fara með fleip­ur í mín­um mál­um. Þetta er ekki það eina sem er ómerkt af þeirra mál­flutn­ingi; ég mun fara yfir það síðar og skýra það mjög vel,“ sagði Gunn­ar.

Spurður nán­ar út í miska­bæt­urn­ar seg­ir Gunn­ar: „Það var tákn­rænt í sjálfu sér. Við vit­um það vel, í dóms­mál­um hér á Íslandi falla ekki dóm­ar um svona töl­ur,“ seg­ir Gunn­ar.

„Skaði minn er gríðarlega mik­ill af ábyrgðal­eysi þessa fólks, menn hafa vaðið fram á völl­inn með til­hæfu­laus­ar ásak­an­ir og valdið mér og minni fjöl­skyldu ómældu tjóni,“ seg­ir Gunn­ar.

Hann hyggst fara bet­ur yfir málið og því ótíma­bært að ræða það hvort hann hygg­ist áfrýja eður ei.

Héraðsdóm­ur ómerkti eft­ir­tal­in um­mæli:

  • „... gegn þeirri refsi­verðu hátt­semi sem Gunn­ar hef­ur gerst sek­ur um ...“.
  • „Talskona kvenna veit um 16 fórn­ar­lömb: Vís­bend­ing­um rign­ir inn – Spann­ar 25 ára tíma­bil“.
  • „Talskona kvenna sem saka Gunn­ar Þor­steins­son í Kross­in­um um kyn­ferðis­legt of­beldi seg­ist vita sam­tals um 16 fórn­ar­lömb. Í sam­tali við Press­una seg­ist hún hafa fengið vís­bend­ing­ar frá kon­um sem saka Gunn­ar um kyn­ferðis­legt of­beldi yfir 25 ára tíma­bil“.
  • „Í sam­tali við Press­una seg­ir Ásta að fyr­ir utan þær fimm kon­ur sem hún held­ur utan um viti hún um 9 aðrar sem saka Gunn­ar um kyn­ferðisof­beldi“.
  • „Vitni að meintri kyn­ferðis­legri áreitni Gunn­ars...“.

Dóm­ar­inn sýknaði Ástu, Sesselju og Stein­grím af öðrum kröf­um Gunn­ars um um ómerk­ingu um­mæla í mál­inu og þá felldi hann máls­kostnaðinn niður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert