Ummæli dæmd dauð og ómerk

Gunnar Þorsteinsson ásamt lögmanni sínum, Einari Huga Bjarnasyni, í dómsal …
Gunnar Þorsteinsson ásamt lögmanni sínum, Einari Huga Bjarnasyni, í dómsal í dag. mbl.is/Þórður

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fimm ummæli sem birtust í Pressunni í nóvember 2010 í meiðyrðamáli sem Gunnar Þorsteinsson, kenndur við Krossinn, höfðaði gegn Vefpressunni og þremur einstaklingum dauð og ómerk. Kröfu um miskabætur var vísað frá dómi.

Málið höfðaði Gunn­ar á hend­ur Ástu Sigríði H. Knútsdóttur, Sesselju Engilráð Barðdal, Steingrími Sævari Ólafssyni, fyrr­ver­andi rit­stjóra Press­unn­ar og út­gáfu­fé­lagi Press­unn­ar vegna frétta­flutn­ings af nokkr­um kon­um sem sökuðu Gunn­ar um kyn­ferðis­brot. Gunn­ar krafðist 15 millj­óna króna í skaðabæt­ur, fimm millj­óna frá hverj­um aðila fyr­ir sig, og af­sök­un­ar­beiðni. Sem fyrr segir var kröfu Gunnars um miskabætur vísað frá dómi.

Dómari ómerkti eftirtalin ummæli:

  • „... gegn þeirri refsiverðu háttsemi sem Gunnar hefur gerst sekur um ...“.
  • „Talskona kvenna veit um 16 fórnarlömb: Vísbendingum rignir inn – Spannar 25 ára tímabil“.
  • „Talskona kvenna sem saka Gunnar Þorsteinsson í Krossinum um kynferðislegt ofbeldi segist vita samtals um 16 fórnarlömb. Í samtali við Pressuna segist hún hafa fengið vísbendingar frá konum sem saka Gunnar um kynferðislegt ofbeldi yfir 25 ára tímabil“.
  • „Í samtali við Pressuna segir Ásta að fyrir utan þær fimm konur sem hún heldur utan um viti hún um 9 aðrar sem saka Gunnar um kynferðisofbeldi“.
  • „Vitni að meintri kynferðislegri áreitni Gunnars...“.

Dómarinn sýknaði Ástu, Sesselju og Steingrím af öðrum kröfum Gunnars um ómerkingu ummæla í málinu og þá felldi hann málskostnaðinn niður.

 Ein­ar Hugi Bjarna­son, lögmaður Gunn­ars, sagði við aðalmeðferð máls­ins að um­fjöll­un Press­unn­ar hefði lagt líf Gunn­ars í rúst. „Þetta hef­ur haft í för með sér óbæt­an­leg­an skaða fyr­ir stefn­anda enda nafn hans um ald­ur og ævi tengt kyn­ferðis­brot­um. Brot­um sem hann hef­ur ávallt neitað og aldrei [verið] dæmd­ur fyr­ir.“

Um­mæl­in sem kraf­ist er ómerk­ing­ar á birt­ust í tíu grein­um vef­miðils­ins Press­un­ar og voru þær flest­ar birt­ar á tíma­bil­inu 23.-30. nóv­em­ber 2010. Meðal um­mæla sem kraf­ist er ómerk­ing­ar á eru:

Bjarki H. Diego, lögmaður Steingríms Sævars Ólafssonar, fyrrverandi ritstjóra Pressunnar, sagði við aðalmeðferðina, að um­fjöll­un um ásak­an­ir á hend­ur Gunn­ari um kyn­ferðis­brot hefði verið í góðri trú og byggð á um­mæl­um nafn­greindra kvenna sem stigu fram og báru hann sömu eða sam­bæri­leg­um sök­um. Miðlun­in hefði átt fullt er­indi til al­menn­ings. 

Aðalmeðferð í mál­inu fór fram 20. maí og daginn eftir var það dómtekið. Í lög­um um meðferð einka­mála seg­ir að dóm­ur skuli kveðinn upp svo fljótt sem unnt er og hafi dóm­ur ekki verið kveðinn upp í máli sem munn­lega var flutt inn­an fjög­urra vikna frá því það var dóm­tekið skuli það flutt á ný nema dóm­ari og aðilar telji það óþarft.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert