Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fimm ummæli sem birtust í Pressunni í nóvember 2010 í meiðyrðamáli sem Gunnar Þorsteinsson, kenndur við Krossinn, höfðaði gegn Vefpressunni og þremur einstaklingum dauð og ómerk. Kröfu um miskabætur var vísað frá dómi.
Málið höfðaði Gunnar á hendur Ástu Sigríði H. Knútsdóttur, Sesselju Engilráð Barðdal, Steingrími Sævari Ólafssyni, fyrrverandi ritstjóra Pressunnar og útgáfufélagi Pressunnar vegna fréttaflutnings af nokkrum konum sem sökuðu Gunnar um kynferðisbrot. Gunnar krafðist 15 milljóna króna í skaðabætur, fimm milljóna frá hverjum aðila fyrir sig, og afsökunarbeiðni. Sem fyrr segir var kröfu Gunnars um miskabætur vísað frá dómi.
Dómari ómerkti eftirtalin ummæli:
Dómarinn sýknaði Ástu, Sesselju og Steingrím af öðrum kröfum Gunnars um ómerkingu ummæla í málinu og þá felldi hann málskostnaðinn niður.
Einar Hugi Bjarnason, lögmaður Gunnars, sagði við aðalmeðferð málsins að umfjöllun Pressunnar hefði lagt líf Gunnars í rúst. „Þetta hefur haft í för með sér óbætanlegan skaða fyrir stefnanda enda nafn hans um aldur og ævi tengt kynferðisbrotum. Brotum sem hann hefur ávallt neitað og aldrei [verið] dæmdur fyrir.“
Ummælin sem krafist er ómerkingar á birtust í tíu greinum vefmiðilsins Pressunar og voru þær flestar birtar á tímabilinu 23.-30. nóvember 2010. Meðal ummæla sem krafist er ómerkingar á eru:
Bjarki H. Diego, lögmaður Steingríms Sævars Ólafssonar, fyrrverandi ritstjóra Pressunnar, sagði við aðalmeðferðina, að umfjöllun um ásakanir á hendur Gunnari um kynferðisbrot hefði verið í góðri trú og byggð á ummælum nafngreindra kvenna sem stigu fram og báru hann sömu eða sambærilegum sökum. Miðlunin hefði átt fullt erindi til almennings.
Aðalmeðferð í málinu fór fram 20. maí og daginn eftir var það dómtekið. Í lögum um meðferð einkamála segir að dómur skuli kveðinn upp svo fljótt sem unnt er og hafi dómur ekki verið kveðinn upp í máli sem munnlega var flutt innan fjögurra vikna frá því það var dómtekið skuli það flutt á ný nema dómari og aðilar telji það óþarft.