Ummæli ómerkt sem ósannaðar aðdróttanir

Gunnar Þorsteinsson við aðalmeðferð málsins í maí.
Gunnar Þorsteinsson við aðalmeðferð málsins í maí. mbl.is/Þórður

Gunn­ar Þor­steins­son, kennd­ur við Kross­inn, krafðist þess fyr­ir Héraðsdómi Reykja­vík­ur að 21 um­mæli yrði dæmt dauð og ómerkt í meiðyrðamáli sem hann höfðaði gegn tveim­ur kon­um, Vefpress­unni og fyrr­ver­andi rit­stjóra Press­unn­ar. Héraðsdóm­ur ómerkti fimm þeirra sem ósannaðar aðdrótt­an­ir og óviðkvæmi­leg um­mæli.

Málið höfðaði Gunn­ar á hend­ur Ástu Sig­ríði H. Knúts­dótt­ur, Sesselju Engil­ráð Barðdal, Stein­grími Sæv­ari Ólafs­syni, fyrr­ver­andi rit­stjóra Press­unn­ar og út­gáfu­fé­lagi Press­unn­ar vegna frétta­flutn­ings af nokkr­um kon­um sem sökuðu Gunn­ar um kyn­ferðis­brot. Ágrein­ing­ur máls­ins sneri að því hvort ómerkja bæri um­mæl­in sem ærumeiðandi.

Þá krafðist Gunn­ar 15 millj­óna króna í skaðabæt­ur, fimm millj­óna frá hverj­um aðila fyr­ir sig, og af­sök­un­ar­beiðni.  

Dag­ana 23.-30. nóv­em­ber 2010 og 23. júlí 2011 birt­ust alls tíu grein­ar á vef­miðlin­um press­an.is, sem Vefpress­an gef­ur út og Stein­grím­ur, sem var þá rit­stjóri fyr­ir, þar sem fram koma um­mæli sem Gunn­ar taldi ærumeiðandi í sinn garð.

Al­var­leg­ustu um­mæl­in ómerkt

Ein­ar Hugi Bjarna­son, lögmaður Gunn­ars, seg­ir niður­stöðuna vera mik­inn sig­ur fyr­ir sinn skjól­stæðing. Hann bend­ir á, að héraðsdóm­ur hafi ómerkt um­mæli þar sem full­yrt sé að um refsi­verða hátt­semi Gunn­ars hafi verið að ræða. Þetta séu al­var­leg­ustu um­mæl­in og ástæða mál­sókn­ar­inn­ar.

Hvað varðar um­mæl­in, þá seg­ir í niður­stöðu héraðsdóms „að ómerkja beri sem ósannaðar aðdrótt­an­ir og óviðkvæmi­leg þau um­mæli sem getið er um í kröfu­gerð stefn­anda, sbr. lið nr. 3.e, þar sem seg­ir: „... gegn þeirri refsi­verðu hátt­semi sem Gunn­ar hef­ur gerst sek­ur um ...“, en einnig þau um­mæli í kröf­uliðum nr. 4.a-4.c, þar sem seg­ir: 4.a, „Talskona kvenna veit um 16 fórn­ar­lömb: Vís­bend­ing­um rign­ir inn – Spann­ar 25 ára tíma­bil“, 4.b, „Talskona kvenna sem saka Gunn­ar Þor­steins­son í Kross­in­um um kyn­ferðis­legt of­beldi seg­ist vita sam­tals um 16 fórn­ar­lömb. Í sam­tali við Press­una seg­ist hún hafa fengið vís­bend­ing­ar frá kon­um sem saka Gunn­ar um kyn­ferðis­legt of­beldi yfir 25 ára tíma­bil“, og 4.c, „Í sam­tali við Press­una seg­ir Ásta að fyr­ir utan þær fimm kon­ur sem hún held­ur utan um viti hún um 9 aðrar sem saka Gunn­ar um kyn­ferðisof­beldi“, og enn frem­ur um­mæli sam­kvæmt kröf­ulið 7.a, „Vitni að meintri kyn­ferðis­legri áreitni Gunn­ars...“.

Þá var það niðurstaða dóms­ins, að sýkna bæri Stein­grím, Ástu og Sesselju af öll­um öðrum kröf­um Gunn­ars um ómerk­ingu um­mæla í mál­inu. Þá var kröfu Gunn­ars um miska­bæt­ur vísað frá dómi og með hliðsjón af þess­um lykt­um máls­ins þótti rétt að máls­kostnaður félli niður. 

Ein­ar Hugi seg­ir að það sé vissu­lega óvænt að miska­bóta­kröf­unni hafi verið vísað frá dómi enda hafi hún verið sett upp með sama hætti og í öðrum mál­um sem hafi fengið efn­is­lega niður­stöðu í Hæsta­rétti. 

Dóm­ur Héraðsdóms Reykja­vík­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert