Verkfræðistofan Mannvit mun í næstu viku flytja alla starfsemi sína í Urðarhvarf 6 í Kópavogi.
Um er að ræða átta hæða skrifstofuhús og mun Mannvit leigja allar hæðirnar, að frátalinni þeirri efstu og hálfri annarri næstefstu hæðinni.
Spurður um ástæður flutninganna segir Skapti Valsson, aðstoðarforstjóri Mannvits, í Morgunblaðinu í dag, að fyrirtækið sé fyrst og fremst horfa til þess að geta verið á einum stað.
Mannvit er með um 350 starfsmenn á Íslandi og erlendis. Það hélt upp á 50 ára afmæli í ár. Mannvit er nú í þremur húsum í Reykjavík, Ármúla 42, Grensásvegi 1 og á Grensásvegi 11, auk starfsstöðva á landsbyggðinni og erlendis.