Óvissustig almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra er enn í gildi vegna Jökulsár á Sólheimasandi, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglan á Hvolsvelli mælast áfram til þess við ferðaþjónustufyrirtæki, fulltrúa annarrar atvinnustarfsemi, ferðamenn og almenning á svæðinu að fara eftir ráðleggingum Veðurstofunnar og Vinnueftirlitsins á meðan óvissustig er í gildi vegna flóðahættu og hættu sem getur stafað af eitruðum gastegundum. Ferðaþjónustufyrirtæki eru sérstaklega hvött til þess að upplýsa viðskiptavini sína um ástand mála.