Vilja rannsókn á fundum Sigga hakkara og FBI

Sig­urður Ingi Þórðar­son mæt­ir í þing­fest­ingu í Héraðsdómi Reykja­ness.
Sig­urður Ingi Þórðar­son mæt­ir í þing­fest­ingu í Héraðsdómi Reykja­ness. Mynd/​​Pressphotos.biz

Wiki­Leaks-sam­tök­in hafa farið fram á að rann­sókn verði gerð á því hvort dönsk yf­ir­völd hafi brotið lög þegar full­trú­ar banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unn­ar (FBI) áttu fundi með Sigga hakk­ara á þrem­ur stöðum í Dan­mörku.

Fjallað er um málið á vef Politiken í gær­kvöldi. Sam­kvæmt frétt­inni voru fund­irn­ir hluti af rann­sókn FBI á starf­semi Wiki­Leaks og birt­ingu sam­tak­anna á leyni­leg­um gögn­um banda­rískra yf­ir­valda frá Af­gan­ist­an og Írak. 

Politiken hef­ur eft­ir Sig­urði Inga Þórðar­syni (Sigga hakk­ara) að hann hafi gefið full­trú­um FBI upp­lýs­ing­ar um Wiki­Leaks og að þeir hafi viljað fá upp­lýs­ing­ar um stofn­anda Wiki­Leaks Ju­li­an Assange.

Politiken ræðir við Krist­in Hrafns­son, tals­mann Wiki­Leaks, um málið og seg­ir hann að fund­ir FBI og Sig­urðar hafi verið ólög­leg­ir. FBI hafi rætt við Sig­urð á Íslandi en full­trú­um FBI hafi verið gert að yf­ir­gefa landið af ís­lensk­um stjórn­völd­um. Fund­un­um hafi þá verið fram haldið í Dan­mörku.

Líkt og fram hef­ur komið á mbl.is hef­ur lögmaður Sig­urðar farið fram á að Assange beri vitni í héraðsdómi í máli gegn Sig­urði en hann er ákærður fyr­ir  fjár­svik, þjófnað, eign­a­spjöll og skjalafals. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert