Vilja rannsókn á fundum Sigga hakkara og FBI

Sig­urður Ingi Þórðar­son mæt­ir í þing­fest­ingu í Héraðsdómi Reykja­ness.
Sig­urður Ingi Þórðar­son mæt­ir í þing­fest­ingu í Héraðsdómi Reykja­ness. Mynd/​​Pressphotos.biz

WikiLeaks-samtökin hafa farið fram á að rannsókn verði gerð á því hvort dönsk yfirvöld hafi brotið lög þegar fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) áttu fundi með Sigga hakkara á þremur stöðum í Danmörku.

Fjallað er um málið á vef Politiken í gærkvöldi. Samkvæmt fréttinni voru fundirnir hluti af rannsókn FBI á starfsemi WikiLeaks og birtingu samtakanna á leynilegum gögnum bandarískra yfirvalda frá Afganistan og Írak. 

Politiken hefur eftir Sigurði Inga Þórðarsyni (Sigga hakkara) að hann hafi gefið fulltrúum FBI upplýsingar um WikiLeaks og að þeir hafi viljað fá upplýsingar um stofnanda WikiLeaks Julian Assange.

Politiken ræðir við Kristin Hrafnsson, talsmann WikiLeaks, um málið og segir hann að fundir FBI og Sigurðar hafi verið ólöglegir. FBI hafi rætt við Sigurð á Íslandi en fulltrúum FBI hafi verið gert að yfirgefa landið af íslenskum stjórnvöldum. Fundunum hafi þá verið fram haldið í Danmörku.

Líkt og fram hefur komið á mbl.is hefur lögmaður Sigurðar farið fram á að Assange beri vitni í héraðsdómi í máli gegn Sigurði en hann er ákærður fyrir  fjár­svik, þjófnað, eign­a­spjöll og skjalafals. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert