Þjófurinn náðist á eftirlitsmyndavél

Þjófurinn náðist á eftirlitsmyndavél.
Þjófurinn náðist á eftirlitsmyndavél. Mynd/Hafið bláa

„Það kom innbrotstilkynning til okkar um klukkan 6 í morgun. Einhver hafði reynt að spenna upp hurðina sem snýr að sjónum. Það gekk ekki og þá var spenntur upp barglugginn hjá okkur,“ segir starfsmaður veitingarstaðarins Hafið bláa við ósa Ölfusár. 

Þjófurinn komst á brott með vínflöskur og tölvur úr starfsmannaaðstöðunni. „Við erum náttúrlega með hann á myndbandi og biðlum til fólks um að veita okkur upplýsingar ef það hefur einhverjar,“ segir starfsmaðurinn.

Eftirlitsmyndavélar inni á staðnum náðu myndum af þjófnum en þjófurinn stal hins vegar eftirlitsmyndavélunum sem eru fyrir utan staðinn. Að sögn starfsmannsins er verið að vinna í því að skoða innra minni tölvunnar, svo hægt sé að ná myndum úr þeim myndavélum.

Sjá Facebooksíðu veitingastaðarins.  

Sjá frétt mbl.is: Brotist inn á veitingastað

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert