Líkið fannst í fyrstu leitarferð

Ítarleg og umfangsmikil leit var gerð af Ástu í Bleiksárgjúlfri.
Ítarleg og umfangsmikil leit var gerð af Ástu í Bleiksárgjúlfri. mbl.is/Eggert

Lík af konu, sem talin er vera Ásta Stefánsdóttir, 35 ára lögfræðingur, fannst í Bleiksárgljúfri í gærkvöldi. Líkið fannst í fyrstu skipulögðu ferð björgunarsveitanna á svæðinu, en áætlað var að fara á tveggja til þriggja vikna fresti og leita í gljúfrinu.

Að sögn Svans Sævars Lárussonar, stjórnanda leitaraðgerðarinnar í Bleiksárgljúfri, fundu þrír félagar úr Flugbjörgunarsveitinni á Hellu líkið alveg fremst í gilinu.

„Við vorum búnir að leita það vel að manni finnst rosalega líklegt að hún hafi farið í göngin og komið svo þarna upp. Við teljum ólíklegt að það hafi verið skúmaskot eða eitthvað annað sem hún hefði getað farið í,“ segir Svanur.

„Björgunarsveitarmennirnir voru á því að þetta hefði gerst í gær eða í fyrradag. Það er erfitt að segja,“ segir Svanur, en miklar breytingar hafa orðið á Bleiksá undanfarið sökum vætutíðar.

Ásta dvaldi í sum­ar­bú­stað um hvíta­sunnu­helg­ina ásamt unn­ustu sinni, Pino Becerra Bolanos. Þegar ekk­ert hafði spurst til þeirra 10. júní var haf­in leit. Pino fannst lát­in um kvöldið í gljúfrinu. Í ljós kom að hún hafði lát­ist af völd­um áverka eft­ir hátt fall fram af um 30 metra háum fossi í gljúfr­inu.

Kort/Elín Esther
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert