Sólin sýnir sig á sunnudag

Íbúar höfuðborgarsvæðisins þurfa að bíða ögn lengur eftir sólinni í …
Íbúar höfuðborgarsvæðisins þurfa að bíða ögn lengur eftir sólinni í sumar. mbl.is/Eggert

„Það eru ein­hverj­ar lík­ur á því að hún geti sýnt sig á sunnu­dag­inn en fram að því verður væta,“ seg­ir Ein­ar Svein­björns­son veður­fræðing­ur, aðspurður hvenær sól­in láti sjá sig á höfuðborg­ar­svæðinu.

Hann seg­ir að ekki hafi þó mikið rignt að und­an­förnu í magni talið þó að alltaf hafi verið ein­hver væta inn á milli. „Það er út­lit fyr­ir rign­ingu á morg­un og ein­hver væta verður á laug­ar­dag en á sunnu­dag eru spárn­ar að skána og þá gæti orðið stund milli stríða yfir miðjan dag­inn,“ seg­ir Ein­ar og bæt­ir við að um 15-18 stiga hiti verði í sól­inni.

Útlitið er ágætt fyr­ir landið allt á sunnu­dag­inn að und­an­skildu úr­komu­svæði aust­ur af land­inu sem gæti náð inn á Aust­ur­land.

Áfram verður milt veður þrátt fyr­ir vætu og hlýj­ast verður norðaust­an­til þar sem hit­inn fer lík­lega í 20 stig um helg­ina.

„Þetta verður til­tölu­lega mein­lítið veður þó að það fari bakki norðvest­ur yfir landið á morg­un og und­an hon­um blæs aðeins. Framund­an eru þó mein­hæg­ir dag­ar eins og hef­ur verið að und­an­förnu hvað vinda varðar,“ seg­ir Ein­ar.

Veður­vef­ur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka