Blái laxinn veiddur

Laxinn er fagurblár að lit.
Laxinn er fagurblár að lit. Eggert Jóhannesson

Blái lax­inn, sem hef­ur sést í Elliðaán­um und­an­farna daga, hef­ur nú verið veidd­ur. Þetta staðfest­ir Ólaf­ur E. Jó­hanns­son, formaður ár­nefnd­ar Elliðaánna, í sam­tali við mbl.is.

„Lax­inn veidd­ist í morg­un og við feng­um hann hjá veiðimann­in­um. Nú fer hann til vís­inda­manns sem hef­ur ann­ast rann­sókn­ir í Elliðaán­um og hann ætl­ar að reyna að kom­ast að því hvað það er sem veld­ur bláa litn­um,“ seg­ir Ólaf­ur.

Í sam­tali við mbl.is fyrr í mánuðinum sagði Ólaf­ur að hann hefði aldrei heyrt um blá­an lax áður. „Þetta er mjög óvenju­legt. Við höf­um hvorki séð né frétt af svona fiski áður.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert